Þörungavefur

Botnþörungar í sjó við Ísland

Þörungar við ísland

Saga markvissra rannsókna á þörungaflóru við Ísland hefst á 19. öld með rannsóknum Svíans Strömfelt (1886). Hann rannsakaði þörunga á Suðvesturlandi og Austfjörðum. Um aldamótin 1900 gerði íslenskur vísindamaður Helgi Jónsson (1901, 1903 a,b, 1910) rannsókn á þörungaflórunni í kringum landið. Niðurstöður þeirra rannsókna birti Helgi í safnritinu “The Botany of Iceland”(Helgi Jónsson 1912). Það var svo ekki fyrr enbotnþörungar 1963 að þörungafræðingurinn Sigurður Jónsson hóf aftur rannsóknir á þörungum við Ísland. Fyrst beindist athygli hanns að landnámi nýrra tegunda í Surtsey og að þörungaflóru Vestmannaeyja (Sigurður Jónsson o.fl.1987). Sumarið 1971 fór Sigurður ásamt hópi vísindamanna hringinn í kringum Ísland þar sem þörungar voru rannsakaðir (Caram & Sigurður Jónsson 1972). “Síðan þá hafa nokkrar athuganir verið gerðar á sjóþörungum við landið. Flestar þeirra hafa beinst að einstökum tegundum (t.d. Karl Gunnarsson 1992) eða afmörkuðum hópum (t.d. Karl Gunnarsson 1985) eða að gerð almennrar lýsingar á gróðurfari ákveðinna, afmarkaðra fjörusvæða (t.d. Munda 1994). “Botnþörungar


 

Útlit síðu: