Firðir og grunnsævi
Vesturland

Vesturland

Vesturland er skilgreint á þessum vef frá Reykjanesi að Látrabjargi. Því er skipt í tvö svæði, Faxaflóa og Breiðafjörð. Til þæginda eru Ósabotnar við Hafnir á utanverður Reykjanesi einnig látnir fylgja þessu svæði þó að þeir séu strangt til tekið utan Faxaflóa. Sérkenni þessa svæðis er tveir geysistórir firðir eða flóar en inn úr þeim ganga margir smærri firðir, til suðurs og austurs í Faxaflóa en til suðurs, austurs og norðurs í Breiðafirði. Í Breiðafirði eru einnig urmull af eyjum sem auka á fjölbreytni náttúru og sjávarlífs í þeim firði umfram aðra.

Strandstraumur liggur með landi inn að sunnanverðum Faxaflóa og Breiðafjarðar en út að norðanverðu og áfram til norðurs. Meginstraumstefna utar á landgrunninu er til norðurs og markast mjög af streymi Atlantssjávar norður með Vesturlandi.Ósabotnar

Ósabotnar eða Ósar eru staðsettir á utanverðu (vestanverðu) Reykjanesi. Breidd við mynnið er um 1,7 km en mjókkar heldur er innar dregur. Fjarlægð frá mynni inn að botni er um 3 km og flatarmál er um 3,4 km2. Svæðið er grunnt og skerjótt. Það er alþekkt leirusvæði með sérstöku lífríki. Fuglalíf er þar mikið.

Lesa meira

Faxaflói

Faxaflói er milli Reykjanesskaga og Snæfellsnes og er mesti flói á Íslandi. Faxaflói er tæpir 89 km á breidd á milli Garðskaga og Malarrifs og milli 50 og 60 km á lengd um norðanverðan flóann. Flóinn er fremur grunnur og er 60% af flatarmáli hans grynnri en 50 m. Mesta dýpi er utarlega í honum miðjum, meira en 150 m dýpi.

Lesa meira


Breiðafjörður

Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins en þó nefndur fjörður, um 70 km breiður í mynninu milli Öndverðarnes og Bjargtanga og 80 km langur þaðan inn að Klofningi sem skilur að mynni Hvammsfjarðar og innsta hluta norðanverðs Breiðafjarðar. Inn úr botni Breiðafjarðar ganga Hvammsfjörður og Gilsfjörður en margir firðir ganga til suðurs og til norðurs úr Breiðafirði, flestir þó fremur litlir. Fjörðurinn er djúpur utan til en grynnist verulega þegar innar dregur. Norður af Snæfellsnesi gengur djúpur áll, Kolluáll, langt inn í fjörðinn.

Lesa meira


 

Útlit síðu:

imgban