Firðir og grunnsævi
Faxaflói

Faxaflói

Upplýsingar

Hnit
64°15´N 22°23´W

Flatarmál
4500-5000  km2

Meðal dýpi
<50 m

Mesta dýpi
  150 m

Faxaflói er milli Reykjanesskaga og Snæfellsnes og er mesti flói á Íslandi. Faxaflói er tæpir 89 km á breidd á milli Garðskaga og Malarrifs og milli 50 og 60 km á lengd um norðanverðan flóann. Flóinn er fremur grunnur og er 60% af flatarmáli hans grynnri en 50 m. Mesta dýpi er utarlega í honum miðjum, meira en 150 m dýpi. Þrjú aðalgrunn eru í flóanum, Syðrahraun, norðaustur af Garðskaga, með 11-19 m dýpi, Vestrahraun, norðvestur af því, með minnst 15 m dýpi, og Búðagrunn , norðvestur af Garðskaga, með 45-55 m dýpi. Í flóanum eru ákjósanleg lífskilyrði og uppeldisstöðvar fyrir marga nytjafiska og margskonar aðrar lífverur. Þar eru mörg og góð fiskimið sem nýst hafa vel íbúum við flóann í áranna rás. Í flóanum hefur verið numinn skeljasandur til sementsframleiðslu. Um sunnanverðan Faxaflóa er góð siglingaleið skipa en vestur af Mýrum og allt vestur með Snæfellsnesi eru grynningar og fjöldi skerja svo að dýpi minna en 20 m nær langt út frá ströndinni. Strendur Faxaflóa eru lágar og víða vogskornar með mörgum fjörðum og víkum. Mikið ferskvatn rennur í flóann sunnanverðan þó ekki séu þar stórar ár. Einnig renna margar ár til sjávar í flóann innan verðan og má þar helst nefna Hvítá í Borgarfirði. Mesta þéttbýli landsins er við sunnanverðan flóann.Efni í vinnslu

Efni í vinnsluStakksfjörður

Síða í vinnslu.
Lesa meira

Hafnarfjörður

Síða í vinnslu.
Lesa meira

Skerjafjörður

Síða í vinnslu.
Lesa meira

Kollafjörður

Síða í vinnslu.
Lesa meira

Hvalfjörður

Síða í vinnslu.
Lesa meira

Leirárvogar

Síða í vinnslu.
Lesa meira

Borgarfjörður

Síða í vinnslu.
Lesa meira

Haffjörður

Síða í vinnslu.
Lesa meira 

Útlit síðu:

imgban