Firðir og grunnsævi
Breiðafjörður

Breiðafjörður

Upplýsingar

Hnit
65°11'N 23°20'W

Flatarmál
  5600 km2

Meðal dýpi
  ?? m

Mesta dýpi
  ?? m

Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins en þó nefndur fjörður, um 70 km breiður í mynninu milli Öndverðarnes og Bjargtanga og 80 km langur þaðan inn að Klofningi sem skilur að mynni Hvammsfjarðar og innsta hluta norðanverðs Breiðafjarðar. Inn úr botni Breiðafjarðar ganga Hvammsfjörður og Gilsfjörður en margir firðir ganga til suðurs og til norðurs úr Breiðafirði, flestir þó fremur litlir. Fjörðurinn er djúpur utan til en grynnist verulega þegar innar dregur. Norður af Snæfellsnesi gengur djúpur áll, Kolluáll, langt inn í fjörðinn.

Innsti hluti Breiðafjarðar er þakinn eyjum, smáum og stórum og er fjöldi þeirra talinn um þrjú þúsund. Sjávarfallastraumar eru mjög stríðir á þessu svæði og munur á flóði og fjöru mikill.

Lífríki Breiðafjarðar er mjög auðugt en þar eru meðal annars mikilvæg hrygningar- og uppeldissvæði fyrir margar tegundir fiska og fleiri lífverur. Fiskimið eru þar góð og fuglatekja og selveiði þótti mikil búbót fyrr á tímum í Breiðafjarðareyjum. Um 20% af íslenska landselsstofninum og um helmingur af útselsstofninum halda sig við Breiðafjörð. Hvalir eru tíðir á Breiðafirði og smáhveli eins og hnísa og hnýðingur eru algengustu tegundirnar en háhyrningar og hrefnur eru algengar á utanverðum firðinum. Þar er einnig eitt mikilvægasta svæði landsins fyrir fuglalíf en fjöldi sjófuglategunda einkennir svæðið. Þá er vöxtur botnþörunga mikill í innri hluta fjarðarins og hefur hluti þeirra verið nýttur í langan tíma við þörungavinnslu á Reykhólum. Undirlendi við Breiðafjörð er lítið ekki síst norðan megin og fjöll víða brött í sjó fram.Grundarfjörður

Efni í vinnslu.
Lesa meira

Kolgrafafjörður

Efni í vinnslu.
Lesa meira

Hraunsfjörður

Efni í vinnslu.
Lesa meira

Álftafjörður

Efni í vinnslu.
Lesa meira


Hvammsfjörður

Efni í vinnslu
Lesa meira


Gilsfjörður

Efni í vinnslu.
Lesa meira

Þorskafjörður

Efni í vinnslu.
Lesa meira


Djúpifjörður

Efni í vinnslu.
Lesa meira

Gufufjörður

Efni í vinnslu.
Lesa meira


Kollafjörður

Efni í vinnslu.
Lesa meira

Kvígindisfjörður

Efni í vinnslu.
Lesa meira


Skálmafjörður

Efni í vinnslu.

Lesa meira

Vattarfjörður

Efni í vinnslu.
Lesa meira

Mjóifjörður

Efni í vinnslu.

Lesa meira

Kerlingafjörður

Efni í vinnslu.
Lesa meira

Kjálkafjörður

Efni í vinnslu.
Lesa meira

Vatnsfjörður

Efni í vinnslu.
Lesa meira 

Útlit síðu:

imgban