Firðir og grunnsævi
Sjór

Sjór

Þeir mæliþættir sem falla undir liðinn sjó í þessu vef eru straumar, hiti, selta, næringarefni, súrefni og önnur efni. Allmiklar mælingar fóru fram á fimm fyrstnefndu  þáttunum í Tálknafirði á árunum 2008 til 2010. Einnig var mælt súrefni samhliða straummælingum í firðinum. Hluti af niðurstöðum þessara rannsókna er rakið undir þessum liðum hér að neðan.

Straumar

Efni í vinnslu

Hiti

Efni í vinnslu

Selta


Efni í vinnslu

Súrefni

Efni í vinnslu

Næringarefni

Rannsóknir á næringarefnum voru gerðar frá apríl 2008 til apríl 2009 bæði í Patreksfirði og Tálknafirði og sýnir 1. mynd staðsetningar mælistöðva í báðum fjörðum. Mæld voru næringarefni, einkum köfnunarefni og fosfór sem voru mæld sem nítrat (NO3) og fosfat (PO4) í umræddri rannsókn, en einnig var mældur kísill (SiO2)

                                               1. mynd. Mælistöðvar í Patreks- og Tálknafirði árin 2008 til 2009.

Vetrarástand ríkti í firðinum frá því í desember 2008 og fram í mars 2009. Þá var sjór í firðinum uppblandaður og einsleitur. Á 2. mynd er sýndur styrkur nítrats á sniði eftir endilöngum Tálknafirði þann 10. mars 2009. Þar sést að litlar breytingar eru á nítratstyrk bæði lárétt og lóðrétt. Sama gildir um fosfat en breytingar á fosfatstyrk fylgja breytingum á nítratstyrk.


2. mynd. Nítratstyrkur í µmól l-1 á sniði eftir endilöngum Tálknafirði þann 10. mars 2009. X-ás sýnir fjarlægð (í km) frá mynni fjarðarins

Fremur lítil ferskvatnsáhrif eru merkjanleg í firðinum að jafnaði og kísilstyrkur mjög lágur stærstan hluta sumars á mælistöðvum yst í firðinum. Breytileiki á styrk næringarefna var mestur milli leiðangra á vorin en almennt var lítill breytileiki milli stöðva. Undantekning er að stundum var að finna háan kísilstyrk innst í firðinum sem tengist ferskvatnsfrárennsli.

3. mynd sýnir ársferil nítrats á stöð P3 (sjá mynd 1) í firðinum. Vetrarstyrkur (hámark) nítrats fer yfir 12 µmól í lítra febrúar til mars 2009. Þegar vorvöxtur svifþörunga hefst gengur á nitrat í sjónum. Það sést vel á því  hve lágur styrkur köfunarefnis er í efstu metrunum frá vori og fram í september þegar hægir á frumframleiðni svifþörunga og sjórinn blandast á nýjan leik með tilheyrandi endurnýjun næringarefna.


3. mynd. Árstíðabreytingar í styrk nítrats í µmól l-1.utarlega í Tálknafiði frá 14. apríl 2008 til 24. apríl 2009


4. mynd  sýnir ársferil kísils á stöð P3 (sjá mynd 1) í firðinum. Hámarksstyrkur kísils verður síðla vetrar í febrúar til mars og verður hæstur rúmlega 8 µmól í lítra.  Við vorvöxt kísliþörunga gengur hratt á kísilmagnið í sjónum. Kísilstyrkur verður aldrei mjög lágur á svo innarlega í firðinum en lægstu gildin finnast á 10 til 30 metra dýpri frá maí til júní.

 

4. mynd. Árstíðabreytingar í styrk kísils í µmól l-1 utarlega í Tálknafirði frá 14. apríl 2008 til 24. apríl 2009.


Um haustið minnkaði breytileiki í styrk næringarefna bæði með dýpi og einnig þegar farið er eftir firðinum endilöngum og í lok september 2008 var ekki teljandi munur á styrk næringarefna með dýpi á mælistöðvunum. Talsverð endurnýjun á næringarefnum hafði átt sér stað. 
Önnur efni

Efni í vinnslu


 

Útlit síðu:

imgban