Firðir og grunnsævi
Botn

Botn

Gert hefur verið botnkort af Tálknafirði með svokölluðum fjölgeislamæli (sjá mynd). Fram kemur að sunnan megin í firðinum er grunn ræma með landi en síðan dýpkar mjög hratt niður í fjörðinn þar sem er 50-60 m dýpi. Norðan megin í firðinum er heldur meira grunn með ströndinni inn eftir firði en síðan dýpkar hratt að miðju fjarðarins. Þegar innar dregur í fjörðinn grynnkar og þar gengur mikil sandeyri út í fjörðin þannig að mjótt sund verður milli eyraroddans og suðurstrandarinnar. Innan við eyrina og inn í  botn Tálknafjarðar er grunnt eða frá 20-30 m dýpi nema rétt innan við Eyrina þar sem er 35 m dýpi.

Botnkort


 

Fjölgeisladýptarkort af Tálknafirði

 

Botngerð

Samhliða botndýrarannsóknum í Tálknafirði árið 2009 voru gerðar kornastærðarmælingar á botnsýnum úr firðinum (sjá töflu). Mitt Tálknafirði, þar sem dýpi var mest, var leirbotn en nær landi var grófara efni. Hlutfall leirs hækkaði eftir dýpi og það er þekkt að dýpi og kornastærð haldast oft í hendur. Telja má að hlutfallslega þekur leir mun stærra svæði en sandur eða skeljasandur.

 Mælingar á kornastærð (sjá töflu) sýndu að mjög fínt set <0,063 (decant) var ríkjandi á flestum stöðvunum. Yfir 55% leir var á fimm stöðvum í firðinum.  Sandur (0,063-2 mm) var ríkjandi á stöðvum 4 og 8 (86,9 og 85,1%).

 

Útlit síðu:

imgban