Firðir og grunnsævi
Tálknafjörður

Tálknafjörður

Upplýsingar

Hnit
65°38'N 23°53´W

Flatarmál
30 km2

Meðal dýpi
30-60m

Mesta dýpi
65 m

Tálknafjörður er norðan við Patreksfjörð en fjalliðTálkni skilur hann frá Patreksfirði. Utan við fjörðinn er Patreksfjarðarflói, talsvert grunn þar sem botndýpi er minna en 40 m. Það er um 10 km breitt við Tálkna en 15 km við Blakk sem er í mynni grunnsins. Breidd í mynni Tálknafjarðar er 4,5 km og lengd fjarðarins15,4 km frá fjarðarmynni í botn. Hann mjókkar mjög eftir því sem innar dregur. Undirlendi á ströndum er lítið. Í Tálknafjörð fellur Botnsá sem er silungsá. Dýpi utarlega í firðinum er mest um 60 m en grynnkar eftir því sem innar dregur og nær landi. Flatarmál fjarðarins innan við Tálkna er um 30 km2.

Mynd úr Tálknafirði

Frá Tálknafirði. Ljósmynd Hafsteinn G. Guðfinnsson

Mynd Patreksfjörður og Tálknafjörður Patreksfjörður og Tálknafjörður

Á árunum 2008 til 2009 voru gerðar miklar vistfræðirannsóknir í Patreksfirði og Tálknafirði. Að þeim stóðu Hafrannsóknastofnunin, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Þóroddur hf. Einnig tóku þátt í rannsóknunum tveir stúdentar við Háskóla Íslands með sérverkefnum á hveljum. Markmið rannsóknanna var að fá vitneskju um helstu umhverfisþætti í fjörðunum einkum með tilliti til þess hvort firðirnir hentuðu fyrir eldi í sjó. Mælingar voru gerðar á straumum, hita, seltu, næringarefnum og svifþörungum. Einnig voru gerðar athuganir á hveljum. Nánar má skoða valdar niðurstöður úr þessum rannsóknum undir flipanum Sjór og Líf hér til hliðar.

 

Útlit síðu:

imgban