Firðir og grunnsævi
Nytjar

Nytjar

Í þessum kafla verður gerð grein fyrir þeim nytjum sem þekktar eru í Súgandafirði fyrr og síðar.

Veiðar

Stofnstærðarmat kúfskelja í Súgandafirði 1994

1. mynd. Kúfskel. Mynd Sigurgeir Sigurjónsson.

Kúfskel (Arctica islandica) (1. mynd) finnst nánast allt í kringum Ísland og lifir á 0-200 m dýpi í sendnum leirbotni, sandbotni eða skeljasandbotni. Skelin sem lifir niðurgrafin í sjávarbotninum allt frá því að vera rétt undir yfirborði og niður á 15 cm, er staðbundin en getur hreyft sig upp og niður í bontlaginu með hjálp fótarins. Kúflskelin er sérlega langlíf og hægvaxta dýrategund og getur orðið yfir 400 ára gömul. Skeljarnar eru sérkynja. Veiðar á kúfskel til beitu hafa verið stundaðar á Íslandi frá aldamótunum 1900 en tilraunaveiðar til manneldis hófust fyrst 1987 og svo aftur árið 1995 til útflutnings og var hámarks landaður afli rúm 14000 tonn árið 2003.


2. mynd. Vatnsþrýstiplógur

 

Snemma árs 1994 hófust rannsóknir á vegum Hafrannsóknastofnunar á kúfskel  við Vestfirði með það markmið að kortleggja útbreiðslu, magn á flatareiningu og stofnstærð í fjörðunum með nýtingu í huga. Einnig voru skeljar úr afla lengdarmældar og vigtaðar. Til rannsóknanna var notaður skelveiðibátur útbúinn vatnsþrýstiplógi (2. mynd).

Þess ber að geta að vatnsþrýstiplógurinn veiðir aðallega skeljar stærri en 50 mm og eykst veiðigetan eftir því sem skelin er stærri.3. mynd. Rannsóknasvæði í Súgandafirði.

Í Súgandafirði vor tekin 6 tog á 0,8 ferkílómetra svæði og var lífþyngdin að meðaltali 2,1 kg/m2 (3. mynd). Stofnstærð var áætluð rúm 1800 tonn á svæðinu. Meðallengdin í afla var 79 mm og lengdardreifingin 31-103 mm (4. mynd). Holdfyllingin var 29.5%.

 

4. mynd. Lengdardreifing kúfskelja í afla vatnsþrýstiplógs í Súgandafirði
Heimildir

Gudrún G. Þórarinsdóttir & Sólmundur Einarsson, 1994. Kúfskeljarannsókn (Arctica islandica) á Norðvesturlandi janúar til mars 1994 (Investigation of Arctica islandica in Northwest Iceland, January-March 1994).  Hafrannsóknastofnunin, 29 pp.

Gudrún G. Þórarinsdóttir & Sólmundur Einarsson, 1997. Kúfskel við Ísland.  Náttúrufræðingurinn, 66 (2), 91-100. 

G. G. Thórarinsdóttir & S. Einarsson, 1996. Distribution and abundance of ocean quahog, Arctica islandica (Linnaeus, 1767), from Icelandic waters.  J. Shellf. Res. 15 (3), 729-733.


Eldi

Efni í vinnslu

Botnþörungar


Efni í vinnslu

Botndýr

Efni í vinnslu


 

Útlit síðu:

imgban