Firðir og grunnsævi
Steingrímsfjörður

Steingrímsfjörður

Upplýsingar

Hnit
65°41´37´´N 21°36´11´´W

Flatarmál
  90 km2

Meðal dýpi
80-100 m í ytri firðinum

Mesta dýpi
168 m

Steingrímsfjörður er þriðji syðsti fjörðurinn á Ströndum.  Að þessum landshluta liggur Húnaflói og gengur Steingrímsfjörður til vesturs inn úr honum innanverðum. Steingrímsfjörður er stór fjörður, sá langstærsti á Ströndum. Í norðanverðu mynni hans er eyjan Grímsey og þorpið Drangsnes.

Í mynni hans við innanverða Grímsey er hann um 7.8 km á breidd. Steingrímsfjörður liggur til vesturs inn undir miðjan fjörð. Á þessum slóðum er hann allbreiður eða 5,5 til 6 km á breidd. Nálægt kauptúninu Hólmavík mjókkar hann verulega og stefnir til norðvesturs en innsti hluti hans sveigir þaðan til vesturs inn í fjarðarbotn. Lengd Steingrímsfjarðar frá mynni inn í botn er rúmlega 24 km, eftir því hvar mynni hans er skilgreint. Flatarmál hans er um 90 km2 og strandlengja um 72 km.

Fjörðurinn er alldjúpur og gengur áll inn eftir honum þar sem dýpi er 120 til 130 metrar og reyndar er dýpi meira en 100 metrar alveg inn undir Vestuboða en meira en 80 metra dýpi er inn fyrir Reykjanes. Mesta dýpi í álnum er allt að 168 metrar á smáblettum. Fyrir innan Reykjanes grynnkar hratt og er dýpi á því svæði og inn fyrir Hólmavík 26-36 metrar. Um miðjan innri fjörðinn dýpkar á ný í 60 metra á allstóru svæði en úr því grynnist inn í fjarðarbotn þar sem er um 30 metra dýpi.

Með norðurströnd ytri hluta fjarðarins er mjög aðdjúpt og aðeins smá ræma með landi sem er með minna en 60 metra dýpi. Sunnan megin er ekki alveg eins aðdjúpt, grynnkar fyrst á 30-40 metra áður en kemur upp á grynnsta hlutann með landi. Sáralitlar opinberar dýptarmælingar liggja fyrir í innri hluta fjarðarins. Frá suðurströndinni og botni fjarðarins ganga margir dalir og falla um þá ár til sjávar. Stærstu ár í Steingrímsfirði eru Selá og Staðará.


 

Útlit síðu:

imgban