Firðir og grunnsævi
Strandir

Strandir

Upplýsingar

Hnit
66°20´N 22°10´W til

65°29´N 22°11´W


Strandir liggja að vestanverðum Húnaflóa og ná frá Geirólfsgnúpi að norðan að Hrútafjarðará og Holtavörðuheiði að sunnan. Strönd svæðisins er vogskorin með fjölda af fjörðum og víkum. Flestir eru firðirnir stuttir, einkum þó norðan til. Stærstir eru Steingrímsfjörður og Reykjarfjörður. Fram milli fjarða ganga brött fjöll og múlar. Undirlendi er mest upp frá Steingrímsfirði.

Fyrir utan Strandir er misdýpi mikið og fjöldi af skerjum og boðum utarlega og innarlega og eru þeir kallaðir einu nafni  Strandabrekar. Stærsta eyjan er Grímsey í mynni Steingrímsfjarðar. Í illviðrum brýtur oft á blindskerjum langt undan landi, en djúpir og krókóttir álar ganga inn á milli skerjaklasanna. Sigling nærri landi er hér hættuleg fyrir aðra en þá sem nákunnugir eru.

Rekar eru víða miklir á Ströndum sem og æðarvarp og selur og töldust áður til mikilla hlunninda. Selveiði var víða stunduð á árum áður á Ströndum sem og nýting á reka en nú er það helst dúntekja æðarfuglsins sem er nýtt.

Bjarnarfjörður - nyrðri

Bjarnarfjörður nyrðri er austan við Reykjarfjörð en á milli þeirra er Skjaldbjarnarvík en um hana verður ekki fjallað á þessum vef. Breidd í mynni fjarðarins er 5,5 km en um 3,6 km á lengd frá mynni inn í fjarðarbotn. Inn af firðinum gengur dalur og niður í hann gekk skriðjökultota úr Drangajökli.

Lesa meira

Ófeigsfjörður

Fyrir sunnan Dranga og Drangavík er Ófeifsfjörður. Eyvindarfjörður er lítill fjörður sem gengur til vesturs úr Ófeigsfirði. Samanlagt flatarmál þessa svæðis er 18,9 km2 . Mjög skerjótt er í þessum fjörðum. Drangavík og Eyvindarfjörður eru ekki tekinn fyrir sérstaklega í upptalningu á þessum vef. Eyvindará í Eyvindarfirði og Hvalá í Ófeigsfirði eru með stærstu ám á Ströndum.

Lesa meira

Ingólfsfjörður

Ingólfsfjörður gengur inn í landið úr Ófeigsfirði milli Seljaness og Munaðarness en hann er nokkuð stór, mjór en alldjúpur. Djúpur áll (>70 m) í Ófeigsfirði nær inn undir mynni Ingólfsfjarðar þar sem er 55 m dýpi.
Lesa meira

Norðurfjörður

Norðurfjörður er lítill grunnur fjörður sem gengur vestur úr Trékyllisvík. Hann er um 1,5 km á breidd í mynninu þar sem hann er breiðastur en mjókkar lítillega inn í botn og er um 2 km á lengd. Milli Ingólfsfjarðar og Norðurfjarðar er örstutt. Dýpi í Ingólfsfirði er minna en 20 m.

Lesa meira

Trékyllisvík

Trékyllisvík er allstór vík vestan við Ingólfsfjörð milli Krossness og Reykjaneshyrnu og er þar 4.3 km á breidd. Lengd frá víkurmynni er um 3,2 km. Austan við mynni hennar er skerjaklasinn Illagrunn. Dýpi í Trékyllisvík er um 40 m en mesta dýpi 47 m. Innarlega í víkinni er örgrunnt.

Lesa meira

Reykjarfjörður

Reykjarfjörður er einn mesti fjörður á norðanverðum Ströndum. Hann er milli Trékyllisvíkur og Veiðleysufjarðar um 13 km á lengd og um 3,7 km á breidd og nokkuð jafnbreiður. Hann er djúpur fjörður með meira en 100 m dýpi um miðfjörðinn og meira en 70 m dýpi alveg inn í botn en sennilega heldur grynnri í mynninu.
Lesa meira

Veiðileysufjörður

Fyrir sunnan Reykjarfjörð er lítill fjörður sem heitir Veiðileysufjörður og gengur hann nánast inn úr mynni Reykjarfjarðar. Hann er grunnur í mynninu, rétt tæpir 40 m en ekki liggja fyrir mælingar á dýpi hans er innar kemur.

Lesa meira

Bjarnarfjörður

Bjarnarfjörður er stuttur fjörður fyrir sunnan Reykjarfjörð/Veiðileysufjörð en norðan við Steingrímsfjörð. Hann er mjög grunnur innst og fjarar töluvert út úr honum. Mörg sker og boðar eru fram með landi bæði sunnan megin og norðan megin.
Lesa meira


Steingrímsfjörður

Steingrímsfjörður er þriðji syðsti fjörðurinn á Ströndum. Að þessum landshluta liggur Húnaflói og gengur Steingrímsfjörður til vesturs inn úr honum innanverðum. Steingrímsfjörður er stór fjörður, sá langstærsti á Ströndum. Í norðanverðu mynni hans er eyjan Grímsey og þorpið Drangsnes.
Lesa meira


Kollafjörður

Kollafjörður er lítill fjörður sunnan við Steingrímsfjörð, um 8 km langur. Hann er um 2, 8 km á breidd yst í mynninu en 1,7 km er innar dregur. Miklar og viðsjárverðar grynningar eru í mynni hans og hann allur mjög grunnur. Undirlendi með fjarðarströndum er lítið en inn af honum meira.

Lesa meira

Bitrufjörður

Bitrufjörður gengur til vesturs inn úr Húnaflóa við mynni Hrútafjarðar og er um 3,5 km á breidd í fjarðarmynninu en rétt rúmur kílómetri innan við miðjan fjörð. Hann er um 10 km langur og alldjúpur. Undirlendi er nær ekkert við fjörðinn nema inn af fjarðarbotni.

Lesa meira


 

Útlit síðu:

imgban