Firðir og grunnsævi
Sjór

Sjór

Þeir mæliþættir sem falla undir liðinn sjó í þessu vef eru straumar, hiti, selta, næringarefni, súrefni og önnur efni. Allmiklar mælingar fóru fram á fimm fyrstnefndu þáttunum í Patreksfirði á árunum 2008 til 2010. Einnig var mælt súrefni samhliða straummælingum í firðinum. Hluti af niðurstöðum þessara rannsókna er rakið undir þessum liðum hér að neðan.

Straumar

Efni í vinnslu

Hiti

Efni í vinnslu

Selta


Efni í vinnslu

Súrefni

Efni í vinnslu

Næringarefni

 Rannsóknir á næringarefnum voru gerðar frá apríl 2008 til apríl 2009 bæði í Patreksfirði og Tálknafirði og sýnir 1. mynd staðsetningar mælistöðva í báðum fjörðum. Mæld voru næringarefni, einkum köfnunarefni og fosfór sem voru mæld  sem nítrat (NO3) og fosfat (PO4) í umræddri rannsókn. Einnig var mældur kísill (SiO2).

1. mynd. Mælistöðvar í Patreks- og Tálknafirði árin 2008 til 2009.

Vetrarástand ríkti í firðinum frá því í desember 2008 og fram í mars 2009. Þá var sjór í firðinum uppblandaður og einsleitur. Á 2. mynd er sýndur styrkur nítrats á sniði eftir endilöngum Patreksfirði þann 10. mars 2009. Þar sést að litlar breytingar eru á nítratstyrk bæði lárétt og lóðrétt og að hæstu gildi verða rúmlega 13 µmól l-1. Sama gildir um fosfat en breytingar á fosfatstyrk fylgja breytingum á nítratstyrk.

2. mynd. Nítratstyrkur í µmól l-1 á sniði eftir endilöngum Patreksfirði þann 10. mars 2009. X-ás sýnir fjarlægð (í km) frá mynni fjarðarins.

3. mynd sýnir ársferil nítrats á stöð P3 sem er innan við miðjan fjörð (sjá 1. mynd) . Þar sést hve lágur styrkur köfunarefnis er í efstu metrunum frá vori og fram í september þegar hægir á frumframleiðni svifþörunga og þar til sjórinn blandast á nýjan leik a' vetri og styrkur nítrats verður jafndreifður í firðinum.

  3. mynd. Árstíðabreytingar í styrk nítrats í µmól l-1 á stöð P3 (sjá 1. mynd) í Patreksfiði frá 14. apríl 2008 til 24. apríl 2009.

4. mynd sýnir ársferil kísils í Patreksfirði á stöð P3 (sjá 1. mynd). Kísilstyrkur verður aldrei mjög lágur svo innarlega í firðinum. Fremur lítil ferskvatnsáhrif eru merkjanleg í firðinum að jafnaði og kísilstyrkur mjög lágur stærstan hluta sumars á mælistöðvum yst í firðinum. Breytileiki á styrk næringarefna var mestur milli leiðangra á vorin en almennt var lítill breytileiki milli stöðva. Undantekning er að stundum var að finna háan kísilstyrk innst í firðinum sem tengist ferskvatnsfrárennsli.

     4. mynd. Árstíðabreytingar í styrk kísils (í µmól l-1) á stöð P3 í Patreksfiði frá 14. apríl 2008 til 24. apríl 2009.Önnur efni

Ólífræn snefilefni í lífverum við NV-land

Tilgangur rannsóknarinnar var að leita skýringa á sérstöðu NV-miða, sérstaklega Arnarfjarðar, m.t.t. ólífrænna snefilefna, einkum kadmíns, í lífverum. Í því skyni var mældur styrkur snefilefna í sýnum af kræklingi (Mytilus edulis), hörpudiski (Chlamys islandica) og sjávarseti á nokkrum stöðum við Ísland, en sérstök áhersla lögð á sýnasöfnun á NV-miðum.

Helstu niðurstöður verkefnisins eru að styrkur kadmíns í kræklingasýnum frá Arnarfirði er almennt töluvert hærri en í öðrum sýnum sem tekin voru af krælingi á NV-miðum og er þessi munur tölfræðilega marktækur (T-próf, α = 0,05 (5%)). Sömuleiðis er tilhneiging til að styrkur járns, kopars, mangan og sínks sé lægri í kræklingi í Arnarfirði en öðrum fjörðum á NV-miðum, og er þessi munur mest áberandi fyrir járn og sink. Niðurstöðurnar leiða í ljós að styrkur kadmíns í krælingi úr Arnarfirði er yfir hámarksgildum ESB fyrir krækling í 9 sýnum af 10, auk þess eru sýni af kræklingi af ræktunarböndum úr Hestfirði í Ísafjarðardjúpi og Ósafirði (inn af Patreksfirði) yfir mörkum ESB (1,0 mg/kg votvigt fyrir samlokur). Kræklingasýni frá Dýrafirði, Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi og Patreksfirði við Sandodda eru einnig mjög nálægt mörkum ESB. Magn snefilefna í seti á NV-miðum virðist vera mjög svipað og fyrri mælingar á snefilefnum í íslensku sjávarseti á þessum slóðum gefa til kynna. Þetta bendir til þess að skýringa á háum styrk kadmíns í kræklingi úr Arnarfriði sé líklega ekki að leita í hærri styrk kadmíns í seti á þessu svæði.

Niðurstöður verkefnisins gefa upplýsingar um sérstöðu íslenskra hafsvæða m.t.t. ólífrænna snefilefna. Slíkar upplýsingar og vísindaleg gögn eru forsenda þess að Íslendingar geti haft áhrif á ákvarðanatöku við setningu hámarksgilda fyrir matvæli t.d. hjá ESB. Niðurstöður úr verkefninu hafa nú þegar verið nýttar til að að hafa áhrif á hækkun á hámarksgildum ESB fyrir kadmín í samlokum og hafa verið send til EFSA vegna gagnasöfnunar um kadmín í matvælum.

Sjá nánar á: http://www.matis.is/media/matis/utgafa/Skyrsla_44-07.pdf


 

Útlit síðu:

imgban