Firðir og grunnsævi
Botn

Botn


Botnkort

 

Gert hefur verið botnkort af Patreksfirði með svokölluðum fjölgeislamæli (sjá mynd). Fram kemur að sunnan megin í firðinum er grunn ræma en síðan dýpkar mjög hratt niður í fjörðinn þar sem er 50-70 m dýpi. Norðan megin í firðinum eru nánast ekkert grunn nema á stöku stað. Þegar innar dregur í fjörðinn grynnkar og fyrir botni hans þar sem heitir Ósafjörður er grunnur þröskuldur en aðeins dýpra þar fyrir innan þó grunnt sé. 


Fjölgeisladýptarkort af Patreksfirði


Botngerð

Samhliða botndýrarannsóknum í Patreksfirði árið 2009 voru gerðar kornastærðarmælingar á botnsýnum úr firðinum (sjá töflu). Mitt í Patreksfirði, þar sem dýpi var mest, var leirbotn en nær landi var grófara efni. Hlutfall leirs hækkaði eftir dýpi og það er þekkt að dýpi og kornastærð haldast oft í hendur og ekki gott að segja hvort hafi meira vægi við flokkun í mismunandi samfélgög. Telja má að hlutfallslega þekur leir mun stærra svæði en sandur eða skeljasandur.

Mælingar á kornastærð sýndu að mjög fínt set <0,063 (decant) var ríkjandi á flestum stöðvunum í Patreksfirði. Yfir 55% leir var á alls níu stöðvum í firðinum.  Sandur (0,063-2 mm) var ríkjandi á stöðvum 6 og 4 (94,4 og 47,8%). Jafnt hlutfall sands og leirs var á stöð 7 í firðinum.

.

 


 

Útlit síðu:

imgban