Firðir og grunnsævi
Patreksfjörður

Patreksfjörður

Upplýsingar

Hnit
65°35´N 24°01´W

Flatarmál
66 km2

Meðal dýpi
  20-50m

Mesta dýpi
  72 m

Patreksfjörður er syðstur þeirra fjarða á Vestfjörðum sem snúa til norðvesturs. Utan við fjörðinn er Patreksfjarðarflói, talsvert grunn þar sem botndýpi er minna en 40 m . Það er um 10 km breitt við Tálkna en utar um 15 km við Blakk sem er í mynni grunnsins. Breidd í mynni Patreksfjarðar er 5,7 km en lengd úr mynni í botn um 21 km en fjörðurinn mjókkar mjög eftir því sem innar dregur. Norður úr botni hans gengur smáfjörður, Ósafjörður. Undirlendi á ströndum er sáralítið, einkum að norðanverðu. Utarlega í firðinum er dýpi mest rúmlega 70 metrar í ál sem gengur inn miðjan fjörð en grynnkar eftir því sem innar dregur og nær landi. Flatarmál fjarðarins innan við Tálkna er um 66 km2.

Patró-leiðangur1

Við rannsóknir. Mynd Hafsteinn G. Guðfinnsson

Mynd Patreksfjörður og Tálknafjörður Patreksfjörður og Tálknafjörður. Af Google earth.

Á árunum 2008 til 2009 voru gerðar miklar vistfræðirannsóknir í Patreksfirði og Tálknafirði. Að þeim stóðu Hafrannsóknastofnunin, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Þóroddur hf. Einnig tóku þátt í rannsóknunum tveir stúdentar við Háskóla Íslands með sérverkefnum á hveljum. Markmið rannsóknanna var að fá vitneskju um helstu umhverfisþætti í fjörðunum einkum með tilliti til þess hvort firðirnir hentuðu fyrir eldi í sjó. Mælingar voru gerðar á straumum, hita, seltu, næringarefnum og svifþörungum. Einnig voru gerðar athuganir á hveljum. Nánar má skoða valdar niðurstöður úr þessum rannsóknum undir flipanum Sjór og Líf hér til hliðar.


 
 

Útlit síðu:

imgban