Firðir og grunnsævi
Önundarfjörður

Önundarfjörður

Upplýsingar

Hnit
66°03'N 23°33'W

Flatarmál
  51 km2

Meðal dýpi
  20-30 m

Mesta dýpi
  30 m

Önundarfjörður liggur norðan við Dýrafjörð en sunnan við Súgandafjörð. Mynni hans  er á milli annesjanna Sauðaness að norðanverðu og Barða að sunnanverðu. Hann er all víður fjörður miðað við lengd, um 6,6 km í fjarðarmynni og um 15 km langur frá fjarðarmynni í botn. Hann fer hægt mjókkandi eftir því sem innar dregur og er tæpir 2 km á breidd í fjarðarbotni. Dýpi í ytri hluta fjarðarins er um 30 m. Flatarmál fjarðarins er um 51 km2.

Ingjaldsandur er í Önundarfirði utarlega að vestanverðu en kauptúnið Flateyri er innan við miðjan fjörðað norðanverðu. Beggja vegna við Önundarfjörð eru há fjöll, flest á milli 600-700 metrar. Undirlendi er lítið uns komið er innan við Breiðadal og Hjarðardal. Við Veðrará er fjörðurinn orðin mjög grunnur þar sem kallast Vöð, en þar var Önundarfjörður þveraður árið 1980. Þar innan við eru bæði Korpudalur og Hestdalur. Aðrir inndalir Önundarfjarðar eru Klofningsdalur, Hólsdalur, Breiðadalur,
Bjarnardalur, Hjarðardalur, Valþjófsdalur og loks Ingjaldssandur sem áður hefur verið getið.

Heimildir

Fiskeldisframkvæmdir í Önundarfirði. Núverandi og fyrirhugaðar á vegum ÍS 47 ehf. Tilkynning um framkvæmd, 2013. Þórarinn Ólafsson. 

Útlit síðu:

imgban