Firðir og grunnsævi
Sjór

Sjór

Efni í vinnslu

Straumar

Efni í vinnslu

Hiti

Efni í i vinnslu

Selta


Efni í vinnslu

Súrefni

Efni í vinnslu

Næringarefni

1. mynd. Rannsóknastöðvar í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum

Árin 1987 og 1988 fóru fram á vegum Hafrannsóknastofnunar rannsóknir í Ísafjarðardjúpi þar sem margir þættir vistkerfisins voru skoðaðir. Farnir voru 13 rannsóknaleiðangrar með u.þ.b. mánaðar millibili og rannsakaðar 24 stöðvar bæði í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum. Mæld voru næringarefni, nítrat (NO3), fosfat (PO4) og kísll (SiO2) í öllum leiðöngrunum

.

Vetrarástand ríkti í firðinum frá því í febrúar 1987 og fram í apríl. Þá var sjór í firðinum uppblandaður og einsleitur. 2. mynd sýnir ársferil nítrats á stöð 23 í Jökulfjörðum (sjá mynd 1). Vetrarstyrkur (hámark) nítrats mældist nærri 15 µmól í lítra í febrúar til mars 1987. Þegar vorvöxtur svifþörunga hefst gengur á nítrat í sjónum. Það sést vel á því hve lágur styrkur köfunarefnis er í efstu 40 metrunum frá vori og fram í september en þá hægir á frumframleiðni svifþörunga og sjórinn blandast á nýjan leik með tilheyrandi endurnýjun næringarefna.


2. mynd. Árstíðabreytingar í styrk nítrats í µmól l-1 í Jökulfjörðum frá 13. febrúar 1987 til 6. janúar 1988.

Ársferil kísils er sýndur 3. mynd á stöð 23 í Jökulfjörðum (sjá mynd 1). Hámarksstyrkur kísils verður síðla vetrar í febrúar til mars og verður hæstur rúmlega 9 µmól í lítra. Við vorvöxt kísilþörunga gengur hratt á kísilmagnið í sjónum. Kísilstyrkur verður mjög lágur frá maí til ágúst sem bendir til hraðrar upptöku hans vegna vaxtar kísilþörunga á þessu tímabili alveg niður á 50 metra dýpi.

3. mynd. Árstíðabreytingar í styrk kísils í µmól l-1 í Jökulfjörðum frá 13. febrúar 1987 til 6. janúar 1988.


Önnur efni

Efni í vinnslu


 

Útlit síðu:

imgban