Firðir og grunnsævi
Hesteyrarfjörður

Hesteyrarfjörður

Upplýsingar

Hnit
66°20,1'N 22°50,8W

Flatarmál
  9,2 km2

Meðal dýpi
  35-40 m

Mesta dýpi
  41 m

Hesteyrarfjörður er vestastur Jökulfjarða og gengur til norðurs úr þeim. Hann er breiðastur í mynni fjarðarins um 2,6 km og er svipaður að breidd inn undir Seleyri en mjókkar mikið þar fyrir innan og í botn. Hann er um 7,8 km á lengd en flatarmál er um 9 km2. Allmargar eyrar finnast í firðinum. Opinberar dýpistölur eru ekki fyrirliggjandi. Dýpi í fjarðarmynni er um 40 metrar og er svipað dýpi inn eftir firðinum nema rétt innst. Vestan megin í firðinum er allstórt svæði mjög grunnt en austan megin grynnkar mjög hratt að landi.
 

Útlit síðu:

imgban