Firðir og grunnsævi
Sjór

Sjór

Efni í vinnslu

Straumar

Efni í vinnslu

Hiti

Efni í vinnslu

Selta


Efni í vinnslu

Súrefni

Súrefni í vestfirskum fjörðum

Í leiðangri til Vestfjarða á R/S Hafþór haustið 1974 var súrefnisstyrkur sjávar kannaður á stöðvum í Ísafjarðardjúpi, innfjörðum þess og í Arnarfirði. Leiðangurinn hófst 25. október og honum lauk 13. nóvember.  Stöðvarnar þar sem sýnum var safnað eru sýndar á 1. mynd. 

Leysni súrefnis í sjó fer eftir hitastigi sjávarins og einnig eftir seltu.  Þannig er súrefnisstyrkur í köldum sjó sem er í jafnvægi við loft hærri en í hlýjum sjó. Niðurstöður mælinga á súrefni í sjó má setja fram í styrkeiningum eða bera mældan styrk saman við mettunargildi sjávar miðað við hita hans og seltu.  Þannig framsetning er mettunarprósenta, % mettun, sem hér verður notuð.

Súrefni berst í sjó um yfirborðið úr lofti og það myndast í sjó við ljóstillífun þörunga. Súrefni eyðist úr sjó við öndun eða rotnun lífræns efnis og þess í stað bætist koltvíoxíð í sjóinn.1. mynd. Stöðvakort fyrir súrefnismælingar  í leiðangri H12-74 í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði haustið 1974.

Niðurstöður mælinga á uppleystu súrefni í leiðangri H12/74 sýndu að súrefnismettun var alls staðar hærri en 70% í Ísafjarðardjúpi og innfjörðum þess.

2. mynd. Eðlismassi og súrefnismettun sjósýna úr Ísafjarðardýpi og Arnarfirði

 Á 9 stöðvum í Arnarfirði mældist súrefnismettun undir 70 % í sama leiðangri (stöðvar nr. 61, 62, 66. 67, 68, 69, 70, 73 og 77 - sjá 1. mynd). Á þessum stöðum var súrefnismettunin yfirleitt lægst í sýnum sem voru tekin nálægt botni, en þó yfir 50%.  Því fer þó fjarri að súrefnisþurrð hafi verið aðsteðjandi.

Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar í samhengi við eðlismassa sjávarins kemur fram að sjórinn í Arnarfirði með lægstu súrefnismettun hafði svipaðan eðlismassa og var að öðru leyti sambærilegur við sjóinn í Ísafjarðardjúpi, 2. mynd. Því má ætla að ástæða lágrar súrefnismettunar í Arnarfirði sé sú að þröskuldur er í firðinum utanverðum og tregari endurnýjun botnsjávar þar en Ísafjarðardjúpi.Heimild: Jón Ólafsson, 2003. Súrefni í vestfirskum fjörðum haustið 1974. Hafrannsóknastofnun 2003 (óútgefið)

Næringarefni

1. mynd. Rannsóknastöðvar í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum 1987 til 1988

Árin 1987 og 1988 fóru fram á vegum Hafrannsóknastofnunar rannsóknir í Ísafjarðardjúpi þar sem margir þættir vistkerfisins voru skoðaðir. Farnir voru 13 rannsóknaleiðangrar með u.þ.b. mánaðar millibili og rannsóknir gerðar á 24 stöðvum bæði í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum (1. mynd).. Mæld voru næringarefni, nítrat (NO3), fosfat (PO4) og kísll (SiO2) í öllum leiðöngrunum.


Vetrarástand ríkti í firðinum frá því í febrúar 1987 og fram í apríl. Þá var sjór í firðinum uppblandaður og einsleitur. 2. mynd sýnir ársferil nítrats á stöð 10 (sjá 1. mynd) í firðinum. Vetrarstyrkur (hámark) nítrats mældist nærri 15 µmól í lítra febrúar til mars 1987. Þegar vorvöxtur svifþörunga hefst gengur á nítrat í sjónum. Það sést vel á því  hve lágur styrkur köfunarefnis er í efstu metrunum frá vori og fram í september þegar hægir á frumframleiðni svifþörunga og sjórinn blandast á nýjan leik með tilheyrandi endurnýjun næringarefna


      2. mynd. Ársferill nítrats í µmól l-1 á stöð 10 í Ísafjarðardjúpi

3. mynd sýnir ársferil kísils á stöð 10 (sjá mynd 1) í firðinum. Hámarksstyrkur kísils verður síðla vetrar í febrúar til mars og verður hæstur rúmlega 8 µmól í lítra.  Við vorvöxt kísilþörunga gengur hratt á kísilmagnið í sjónum. Kísilstyrkur verður mjög lágur frá maí til ágúst sem bendir til hraðrar upptöku hans vegna blóma kísilþörunga.

      3. mynd. Ársferill kísils í µmól l-1 á stöð 10 í Ísafjarðardjúpi
Önnur efni

Tilgangur rannsóknarinnar var að leita skýringa á sérstöðu NV-miða, sérstaklega Arnarfjarðar, m.t.t. ólífrænna snefilefna, einkum kadmíns, í lífverum. Í því skyni var mældur styrkur snefilefna í sýnum af kræklingi (Mytilus edulis), hörpudiski (Chlamys islandica) og sjávarseti á nokkrum stöðum við Ísland, en sérstök áhersla lögð á sýnasöfnun á NV-miðum.

Helstu niðurstöður verkefnisins eru að styrkur kadmíns í kræklingasýnum frá Arnarfirði er almennt töluvert hærri en í öðrum sýnum sem tekin voru af krælingi á NV-miðum og er þessi munur tölfræðilega marktækur (T-próf, α = 0,05 (5%)). Sömuleiðis er tilhneiging til að styrkur járns, kopars, mangan og sínks sé lægri í kræklingi í Arnarfirði en öðrum fjörðum á NV-miðum, og er þessi munur mest áberandi fyrir járn og sink. Niðurstöðurnar leiða í ljós að styrkur kadmíns í krælingi úr Arnarfirði er yfir hámarksgildum ESB fyrir krækling í 9 sýnum af 10, auk þess eru sýni af kræklingi af ræktunarböndum úr Hestfirði í Ísafjarðardjúpi og Ósafirði (inn af Patreksfirði) yfir mörkum ESB (1,0 mg/kg votvigt fyrir samlokur). Kræklingasýni frá Dýrafirði, Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi og Patreksfirði við Sandodda eru einnig mjög nálægt mörkum ESB. Magn snefilefna í seti á NV-miðum virðist vera mjög svipað og fyrri mælingar á snefilefnum í íslensku sjávarseti á þessum slóðum gefa til kynna. Þetta bendir til þess að skýringa á háum styrk kadmíns í kræklingi úr Arnarfriði sé líklega ekki að leita í hærri styrk kadmíns í seti á þessu svæði.

Niðurstöður verkefnisins gefa upplýsingar um sérstöðu íslenskra hafsvæða m.t.t. ólífrænna snefilefna. Slíkar upplýsingar og vísindaleg gögn eru forsenda þess að Íslendingar geti haft áhrif á ákvarðanatöku við setningu hámarksgilda fyrir matvæli t.d. hjá ESB. Niðurstöður úr verkefninu hafa nú þegar verið nýttar til að að hafa áhrif á hækkun á hámarksgildum ESB fyrir kadmín í samlokum og hafa verið send til EFSA vegna gagnasöfnunar um kadmín í matvælum.

Sjá nánar á: http://www.matis.is/media/matis/utgafa/Skyrsla_44-07.pdf 

Útlit síðu:

imgban