Firðir og grunnsævi
Ísafjörður

Ísafjörður

Upplýsingar

Hnit
65°58'N 22°53'W

Flatarmál
  30 km2

Meðaldýpi
Ekki þekkt

Mesta dýpi
  Um 100 m

Ísafjörður er innsti fjörðurinn í Ísafjarðardjúpi. Hann er tæpir 2 km á breidd í fjarðarmynni sem hér er talið milli Reykjaness og Hundatanga. Hann mjókkar sáralítið inn fyrir miðjan fjörð en þrengist hratt eftir það inn í botn þar sem kallast Pollur.

Fjörðurinn er rúmir 19 km að lengd frá Reykjanesi inn í botn en um 30 km ef hann er talin ná frá Melgraseyri inn í botn. Hann einn af stærstu fjörðum í Djúpi. Flatarmál hans innan við Reykjanes er um 30 km2.

Litlar opinberar upplýsingar eru til um dýpi í firðinum. Yst í honum, frá Melgraseyri að Borgarey er dýpi frá 50 til 100 m í álunum. Innar eru litlar opinberar upplýsingar til um dýpi.

Í fjörðinn renna fjölmargar ár en sú innsta í botni fjarðarins er Ísafjarðará.

 

Útlit síðu:

imgban