Firðir og grunnsævi
Botn

Botn

Í Ísafjarðardjúpi liggja fyrir fjölgeislamælingar á botninum nema á allra grynnstu slóðinni með landi. Engin fjölgeislagögn eru til úr innfjörðum Djúpsins.

Botnkort

Gert hefur verið botnkort af dýpri hluta Ísafjarðardjúps og Jökulfjörðum með fjölgeislamæli (sjá mynd). Slík kort eru mun nákvæmari en hefðbundin dýptarkort og gefa til kynna minnstu misfellur á botni. Guðrún Helgadóttir hefur haft veg og vanda af fjölgeislamælingum á Hafrannsóknastofnuninni og gerð fjölgeislakorta. Í ysta hluta Ísafjarðardjúps og inn fyrir Jökulfirði er dýpi 110 til 125 m en norðanvert á svæðinu undir Grænuhlíð er mun grynnra, allt að 40 m dýpi. Mynni Djúpsins er talsvert grynnra en svæðið sem tekur við innan við Jökulfirði og nær inn að Æðeyjarsundi. Því má segja að í mynni Ísafjarðardjúps sé þröskuldur þó djúpt sé á hann. Innan við Æðeyjarsund grynnkar nokkuð og er dýpi þar innan við 100 m. Enn vantar fjölgeisla mælingar uppi á grunnum með fram ströndum Ísafjarðardjúps og inn á firði þess.

Fjölgeisladýptarkort af Ísafjarðardjúpi 

Botngerð

Út frá gögnum sem safnað er með fjölgeislamælingum má vinna svo kölluð botnhörkukort sem gefa hugmynd um botngerðina þ.e. hvort botninn er mjúkur leirbotn eða harður hraunbotn. Slíkt kort af Ísafjarðardjúpi má sjá hér fyrir neðan. Dekkstu svæðin tákna mestu botnhörku. Greina má legu helstu jökulgarða, bera klöpp og skriður í hlíðum. Meginhluti Djúpsins er þakinn seti sem er  hér sýnt ljósara á korti.


Botnhörkukort af Ísafjarðardjúpi


  

Útlit síðu:

imgban