Firðir og grunnsævi
Hornvík

Hornvík

Upplýsingar

Hnit
66°25,7'N 22°41,2'W

Flatarmál
  15,3 km2

Meðal dýpi
  <40 m

Mesta dýpi
  85 m

Hornvík er stór vík sem liggur á milli Hælavíkurbjargs vestan megin og Horns eða Hornbjargs austan megin í mynni víkurinnar. Fjarlægð þar á milli er um 4,5 km og mjókkar víkin lítið er innar dregur. Fjarlægð frá mynni víkurinnar inn í botn tæpir 5 km. Flatarmál Hornvíkur er rúmir 15 km2. Allmikið ferskvatnsrennsli er í Hornvík í gegnum Hafnarós en í hann renna nokkrar ár. Áll gengur inn í Hornvík og er dýpi utast í honum 80-85 metrar en fyrir innan miðja vík meira en 40 metrar. Grynnkar á báðar hliðar við hann upp að landinu og svo innst í víkinni en þar liggja ekki fyrir miklar mælingar.

 

Útlit síðu:

imgban