Firðir og grunnsævi
Hornstrandir

Hornstrandir

Upplýsingar

Hnit
66°22,6'N 23°06,5'W að 66°16,5'N 22°01,7'W

Flatarmál
Ekki þekkt

Meðal dýpi
Ekki þekkt

Mesta dýpi
Ekki þekkt

Hornstrandir eru hér skilgreindar frá Ritur sunnan Aðalvíkur að Geirólfsgnúp austan Reykjafjarðar. Þær eru nyrsti hluti Vestfjarðakjálkans. Þær voru friðlýstar árið 1975. Á þessu svæði eru aðallega víkur vestan til en minni firðir er austar dregur. Fjöll ganga víðast snarbrött í sjó fram á þessu svæði og undirlendi er víðast lítið nema í stærstu víkunum vestan til á Hornströndum. Allt svæðið er mjög opið fyrir sjávargangi frá norðvestri til norðausturs en illviðrasamt getur verið á þessum slóðum einkum um vetrartímann. Fólk hefur ekki lengur fasta búsetu á þessum slóðum.
Aðalvík

Aðalvík er stór vík norðan við Ísafjarðardjúp milli Riturs og Straumnes. Hún er um 8 km á breidd og rúmir 7 km á lengd frá mynni hennar inn að sendinni strönd. Hún er opin fyrir hafi til vestnorðvesturs. Dýpi í víkurmynninu er um 30 m en þar fyrir innan um 25 m inn undir miðja vík en þaðan af grynnkar ört til lands. Nokkrar ár hafa afrennsli í víkina og er svolítið undirlendi í kringum þær.

Lesa meira

Fljótavík

Það sem hér er kallað Fljótavík eru eiginlega tvær víkur. Vestan megin er lítil vík sem heitir Rekavík en austan megin er hin eiginlega Fljótavík og er hún miklum stærri en sú fyrrnefnda. Svæðið er nefnt hér einu nafni Fljótavík. Víkin nær frá Straumnesfjalli að vestan að Kögurnesi að austan.

Lesa meira

Hlöðuvík

Það sem hér er nefnt Hlöðuvík eru tvær víkur. Vestan megin er Hlöðuvík sem er mun stærri og austan megin er Hælavík sem er mun minni. Mynni þessara víka markast af Kjalarárnúpi í vestri en Hælavíkurbjargi í austri og er fjarlægð á milli þeirra um 5,9 km.

Lesa meira 

Hornvík

Hornvík er stór vík sem liggur á milli Hælavíkurbjargs vestan megin og Horns eða Hornbjargs austan megin í mynni víkurinnar. Fjarlægð þar á milli er um 4,5 km og mjókkar víkin lítið er innar dregur. Fjarlægð frá mynni víkurinnar inn í botn tæpir 5 km.
Lesa meira

Furufjörður

Furufjörður skerst inn í landið sunnan Bolungarvíkurbjargs. Það er lítill fjörður stuttur (3,5 km) og breiður (3 km í mynni) beint á móti Hrafnsfirði í Jökulfjörðum og er stutt heiði á milli (Skorarheiði).

Lesa meira

Þaralátursfjörður

Þaralátursfjörður er lítill fjörður austan við Furufjörð. Hann er 2,6 km í mynni fjarðar og 3,9 km frá fjarðarmynni inn í botn. Skriðjökull náði áður fyrr niður í botn fjarðarins og bar í hann leir.

Lesa meira

Reykjafjörður

Reykjafjörður er lítill, breiður og stuttur fjörður austan við Furufjörð. Hann er 5,5 km á breidd í mynni fjarðarins og 3,6 km frá fjarðarmynni inn í botn. Skriðjökull náði áður fyrr niður í botn fjarðarins og bar í hann leir.

Lesa meira


 

Útlit síðu:

imgban