Firðir og grunnsævi
Nytjar

Nytjar


Veiðar

Fiskveiðar

Í Dýrafirði hefur verið veitt með flestum veiðarfærum en hér eru settar fram upplýsingar um veiðar á nytjategundum í fimm veiðarfæri (1. mynd). Heildarafli á tímabilinu 2000 til ársins 2014 var um 300 tonn ef miðað er við upplýsingar úr gagnasafni Hafrannsóknastofnunar. Mest hefur fengist af þorski í firðinum á þessu tímabili rúm 140 tonn en næstmest af ýsu rúm 110 tonn. Af öðrum tegundum hefur fengist mun minna aðallega steinbítur, skarkoli og sandkoli. Mestur afli hefur fengist í dragnót (1. mynd) en næstmest á handfæri og línu.


1. mynd. Afli í Dýrafirði eftir fisktegundum og veiðarfærum.

Gerð var samantekt á skiptingu afla milli tegunda á tímabilinu 2000 - 2014 í Dýrafirði og kom þá í ljós að hlutfallslega var mest veitt  af þorski eða 45 %, 36 % af ýsu en af öðrum tegundum fékkst mun minni afli (2. mynd).

2. mynd. Hlutfallslegur afli mismunandi tegunda án tillits til veiðarfæra.

Eldi

Fiskeldi hefur lengi verið stundað í Dýrafirði. Félagið Dýrfiskur elur nú regnbogasilung í kvíum í firðinum og hefur leyfi til framleiðslu á allt að 2000 tonnum af regnbogasilungi en hyggur á stækkun eldisins.

Botnþörungar

Fjöruperlur


 

Klóþang, Ascophyllum nodosum(Linnaeus) Le Jolis, er brúnþörungur sem vex víða í fjörum umhverfis allt Ísland og er líklega sú tegund lífvera sem mest er af í fjörum hér við land. Þéttleiki þess getur verið afar mikill (1. mynd). Klóþang vex aðallega á fremur skjólsælum grjót- og klapparfjörum (2. mynd) en finnst þó einnig í brimasömum fjörum.

Þörungurinn hefur lítið verið nýttur nema áður fyrr þegar sauðfé var beitt í fjörur, en fjörubeit þótti reyndar teljast til hlunninda bænda í eina tíð. Fáum hefur dottið í hug að hægt væri að nýta tegundina til listrænnar sköpunar. En nú er það breytt.

Klóþang í Flekkuvík        Klóþang                 1. mynd. Klóþang í Flekkuvík. Mynd Karl Gunnarsson                                             2. mynd.Klóþang. Mynd Karl Gunnarsson

Kristín Helgadóttir listakona á Dýrafirði segir að hún hafi oft hugsað mér sér þegar hún var á gangi í fjörunni hvort  ekki væri hægt að gera eitthvað úr þessu þangi sem var svona listilega hannað af móður náttúru.

3. mynd. Hálsmen úr klóþangskúlum

Kristín tínir sjálf þangið, snyrtir það síðan og þurrkar. Eftir að hún hefur pússað það og sett saman í hálsmen eða eyrnalokka  þá eru þetta gullfallegir skartgripir og hver kúla eða „perla“ er sérstök (3. mynd).

Hún fór að safna þessum kúlum og gerði sér hálsmen með einni kúlu. Fyrir röð tilviljana sem allar byggðust á athyglinni sem hálsmenið góða fékk er Kristín orðin skartgripaframleiðandi og efniviðurinn er algengur brúnþörungur, klóþang, sem vex víða í fjörum landsins.

Hægt er að skoða fjölbreytta skartgripi Kristínar sem gerðir eru úr klóþangi  á fésbókarslóð hennar: Fjöruperlur


Botndýr

Efni í vinnslu


 

Útlit síðu:

imgban