Firðir og grunnsævi
Sjór

Sjór

Efni í vinnslu


Straumar

Efni í vinnslu

Hiti

Efni í vinnslu

Selta


Efni í vinnslu

Súrefni

Súrefni í vestfirskum fjörðum.

Í leiðangri til Vestfjarða á R/S Hafþór haustið 1974 var súrefnisstyrkur sjávar kannaður á stöðvum í Ísafjarðardjúpi, innfjörðum þess og í Arnarfirði. Leiðangurinn hófst 25. október og honum lauk 13. nóvember.  Stöðvarnar þar sem sýnum var safnað eru sýndar á 1. mynd. 

Leysni súrefnis í sjó fer eftir hitastigi sjávarins og einnig eftir seltu.  Þannig er súrefnisstyrkur í köldum sjó sem er í jafnvægi við loft hærri en í hlýjum sjó. Niðurstöður mælinga á súrefni í sjó má setja fram í styrkeiningum eða bera mældan styrk saman við mettunargildi sjávar miðað við hita hans og seltu.  Þannig framsetning er mettunarprósenta, % mettun, sem hér verður notuð.

Súrefni berst í sjó um yfirborðið úr lofti og það myndast í sjó við ljóstillífun þörunga. Súrefni eyðist úr sjó við öndun eða rotnun lífræns efnis og þess í stað bætist koltvíoxíð í sjóinn.

1.mynd.

Stöðvakort fyrir súrefnismælingar  í leiðangri H12-74 í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði haustið 1974.

2. mynd. Breytingar á súrefnismettun með dýpi á stöðvum 61, 62, 66 og 67 í Arnarfirði


Þess má vænta að haustlagi, að sjór sé undirmettaður.  Sjórinn er þá að kólna og við það eykst leysni súrefnis og flæði úr lofti til sjávar nær oftast ekki að hafa við kælingunni. Ennfremur er ljóstillífun lítil þá vegna skorts á birtu en súrefni mikið notað vegna rotnunar lífrænna leifa frá sumrinu. Þegar komið er niður á nokkurt dýpi og niður að botni fer súrefnisstyrkur ennfremur eftir því hvernig háttar til um blöndun yfirborðssjávar niður á dýpið og strauma sem flytja að súrefnisríkan sjó. Botnlögun getur ráðið miklu um endurnýjun sjávar við botn og aðflutning súrefnis með straumum. Þröskuldsfirðir eru vel þekktir fyrir það að oft er hæg endurnýjum botnsjávar í þeim.

Niðurstöður mælinga á uppleystu súrefni í leiðangri H12/74 sýndu að súrefnismettun var alls staðar hærri en 70% í Ísafjarðardjúpi og innfjörðum þess. Á 9 stöðvum í Arnarfirði mældist súrefnismettun undir 70 %. Á þessum stöðum var súrefnismettunin yfirleitt lægst í sýnum sem voru tekin nálægt botni í innanverðum friðinum, en þó yfir 50%, myndir 2-4.  Því fer þó fjarri að súrefnisþurrð hafi verið aðsteðjandi. Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar í samhengi við eðlismassa sjávarins kemur fram að sjórinn í Arnarfirði með lægstu súrefnismettun hafði svipaðan eðlismassa og var að öðru leyti sambærilegur við sjóinn í Ísafjarðardjúpi, 5. mynd. Því má ætla að ástæða lágrar súrefnismettunar í Arnarfirði sé sú að þröskuldur er í firðinum utanverðum og tregari endurnýjun botnsjávar þar en Ísafjarðardjúpi.

              3. mynd. Breytingar á súrefnismettun með dýpi á stöðum 68, 69, 70 og 73 í Arnarfirði. 4. mynd. Breytingar á súrefnismettun

                                                                                                                                                           með dýpi á stöð 77 í Arnarfirði

                                                                                                                 


5. mynd. Eðlismassi og súrefnismettun sjósýna úr Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði.Næringarefni

Efni í vinnslu

Önnur efni

Ólífræn snefilefni í lífverum við NV-land

Tilgangur rannsóknarinnar var að leita skýringa á sérstöðu NV-miða, sérstaklega Arnarfjarðar, m.t.t. ólífrænna snefilefna, einkum kadmíns, í lífverum. Í því skyni var mældur styrkur snefilefna í sýnum af kræklingi (Mytilus edulis), hörpudiski (Chlamys islandica) og sjávarseti á nokkrum stöðum við Ísland, en sérstök áhersla lögð á sýnasöfnun á NV-miðum.

Helstu niðurstöður verkefnisins eru að styrkur kadmíns í kræklingasýnum frá Arnarfirði er almennt töluvert hærri en í öðrum sýnum sem tekin voru af krælingi á NV-miðum og er þessi munur tölfræðilega marktækur (T-próf, α = 0,05 (5%)). Sömuleiðis er tilhneiging til að styrkur járns, kopars, mangan og sínks sé lægri í kræklingi í Arnarfirði en öðrum fjörðum á NV-miðum, og er þessi munur mest áberandi fyrir járn og sink. Niðurstöðurnar leiða í ljós að styrkur kadmíns í krælingi úr Arnarfirði er yfir hámarksgildum ESB fyrir krækling í 9 sýnum af 10, auk þess eru sýni af kræklingi af ræktunarböndum úr Hestfirði í Ísafjarðardjúpi og Ósafirði (inn af Patreksfirði) yfir mörkum ESB (1,0 mg/kg votvigt fyrir samlokur). Kræklingasýni frá Dýrafirði, Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi og Patreksfirði við Sandodda eru einnig mjög nálægt mörkum ESB. Magn snefilefna í seti á NV-miðum virðist vera mjög svipað og fyrri mælingar á snefilefnum í íslensku sjávarseti á þessum slóðum gefa til kynna. Þetta bendir til þess að skýringa á háum styrk kadmíns í kræklingi úr Arnarfriði sé líklega ekki að leita í hærri styrk kadmíns í seti á þessu svæði.

Niðurstöður verkefnisins gefa upplýsingar um sérstöðu íslenskra hafsvæða m.t.t. ólífrænna snefilefna. Slíkar upplýsingar og vísindaleg gögn eru forsenda þess að Íslendingar geti haft áhrif á ákvarðanatöku við setningu hámarksgilda fyrir matvæli t.d. hjá ESB. Niðurstöður úr verkefninu hafa nú þegar verið nýttar til að að hafa áhrif á hækkun á hámarksgildum ESB fyrir kadmín í samlokum og hafa verið send til EFSA vegna gagnasöfnunar um kadmín í matvælum.

Sjá nánar á: http://www.matis.is/media/matis/utgafa/Skyrsla_44-07.pdf


 

Útlit síðu:

imgban