Firðir og grunnsævi
Líf

Líf

Efni í vinnslu


Botndýr

Botndýr í Arnarfirði.

Náttúrustofa Vestfjarða gerði athugun á botndýralífi á þeim svæðum þar sem fyrirhugað var að fara í kalkþörunganám í Arnarfirði. Sýnataka fór fram dagana 21. og 26. september 2001 á rannsóknarbátnum Ormi IS-104-6506. Botndýrum var safnað með botngreip (200 cm2) út af Langanesi, Otradal og í Reykjafirði. Fyrir hvert greiparsýni var gert sjónrænt mat á setgerð í hverju sýni  fyrir sig sem og tilvist kalkþörunga sem og þara. Samsetning botndýra var mismunandi á milli svæða sem og breyttist með dýpi. Höfundar álykta að tegundafjölbreytni samfélaga sé mikil sem og að kalkþörunganám gæti haft töluverð áhrif á botndýralíf.

Heimild

Þorleifur Eiríksson & Hafsteinn H. Gunnarssson 2002. Botndýr í Arnarfirði. Náttúrustofa Vestfjarða. NV nr. 4-02

Botndýrarannsóknir á þremur svæðum í Arnarfirði 2010.

Sumarið 2010 safnaði Náttúrustofa Vestfjarða einnig sýnum á á þremur svæðum í Arnarfirði þar sem fyrirhugað var laxeldi. Tekin voru sýni á þremur fyrirhuguðum fiskeldissvæðum, þ.e. í Dynjandisvogi, Geirþjófsfirði og Fossfirði. Botnsýni voru tekin með Van Veen greip (200 cm2). Tekin voru 3 sýni á hverri stöð en samtals voru 15 stöðvar. Unnið var úr 2 sýnum af hverri stöð og botngerð í þeim var lýst. Helstu niðurstöður voru þær að yfirhöfuð var botngerðin sem og botndýralífið svipað á öllum svæðunum. Fjölbreytileikinn var lágur í öðru sýninu í Geirþjófsfirði vegna mikils fjölda Prionospio steenstrupi.

Heimild:

Böðvar Þórisson, Cristian Gallo og Þorleifur Eiríksson 2010. Botndýrarannsóknir á þremur svæðum í Arnarfirði 2010. Unnið fyrir Fjarðarlax. Lokaskýrsla. NV nr. 08-10

Könnun á botndýralífi og botngróðri í Fossfirði og á fyrirhuguðu uppfyllingarsvæði við Bíldudal

Þann 16 apríl 2004 var kannað botndýralíf og botngróður við fyrirhugað uppfyllingarsvæði fyrir kalkþörungaverksmiðju við höfnina í Bíldudal og á fyrirhuguðu efnistökusvæði í Fossfirði. Á báðum þessum svæðum voru teknar ljósmyndir með neðansjávarmyndavél en af þeim fengust magnbundar upplýsingar um þéttleika stærri botndýra og þekju og tegundasamsetningu þörunga. Að auki var 2 sýnum safnað með þríhyrnu en hún er notuð til að ná sýnum af stærri lífverum af botninum.

Fjölbreytni botndýralífs í Fossfirði er mun meira en við fyrirhugað uppfyllingarsvæði við Bíldudal. Í Fossfirði var slöngustjarnan (Ophiura albida) langalgengust. Úrvinnsla mynda gaf einnig til kynna að samlokur sem lifa ofan í botnsetinu væru mjög algengar. Innan fyrirhugaðs uppfyllingarsvæðis var skollakoppur algengastur í grjótinu næst ströndinni. Kúfskel var algengust í setinu fjærst bryggjunni en þegar komið er nær er meira um sandmaðk en næst bryggjunni sést hvar skel af rækju úr rækjuvinnslunni hafði safnast fyrir.

Algengasti þörungurinn í Fossfirði var ungur beltisþari (Saccharina latissima). Á grjóti var kalkskán algeng en á smásteinum og skeljum ofan á setinu uxu þunnaskegg (Polysiphonia stricta) og meyjarhár (Desmarestia viridis). Á uppfyllingasvæðinu við Bíldudal var talsvert af stærra grjóti en lítill gróður óx á því. Lítið eitt fannst þó af beltisþara (Saccharina latissima), maríusvuntu (Ulva lactuca), meyjarhári (Desmarestia viridis) og sölvum (Palmaria palmata). Almennt er botngróður fátæklegur á báðum stöðum. Í Fossfirði stafar það fyrst og fremst af því að þar er lítið af stærra grjóti fyrir þörunga að festa sig á. Innan uppfyllingarsvæðis við Bíldudal er hins vegar talsvert af grjóti en þar er mikið af ígulkerinu skollakopp (Strongylocentrotus droebachiensis) sem hugsanlega heldur niðri gróðri á svæðinu.

Þegar á heildina er litið er lífríki á athugunarstöðunum fremur fábreytt. Allar þær tegundir sem fundust í þessarri rannsókn eru algengar grunnsævistegundir sem finnast víða hér við land. Engin tegund fannst sem telst vera sjaldgæf.

 Heimild:

Stefán Áki Ragnarsson og Karl Gunnarsson, 2004. Könnun á botndýralífi og botngróðri í Fossfirði og á fyrirhuguðu uppfyllingasvæði við Bíldudal. Hafrannsóknastofnun, óútgefin skýrsla.


Botnþörungar

Efni í vinnslu

Fjörudýr


Efni í vinnslu

Svifþörungar

Efni í vinnslu

Svifdýr

Efni í vinnslu

Fiskar og fleira

Algengi fiska

Í Arnarfjörð eru farnir reglulegir rannsóknaleiðangrar til athugunar á fiskgeng og fiskmagni. Þessir leiðangrar eru rækjurall að vori og hausti þar sem notuð er rækjuvarpa við rannsóknirnar, sem er með fínriðnum möskva, og svo vor- og haustrall þar sem notuð er fiskibotnvarpa með fínriðinni klæðningu í poka til þess að ná til smæsta fiskjarins.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá tíðnidreifingu þeirra fisktegunda sem hafa komið fyrir í þessum rannsóknum í Arnarfirði. Myndin segir ekkert til um magn viðkomandi tegundar heldur aðeins um það hvort hún hefur komið fyrir í viðkomandi veiðarfæri/togi á rannsóknatímabilinu. Gögnin sem notuð eru við gerð myndarinnar eru: Vorrall (SMB) 1985-2013 í mars, Haustrall (SMH) 1995-2013 í október, Rækjurall að vori/seinni hluta vetrar (febrúar og mars) og Rækjurall að hausti (september og október).

Langalgengast er að fá þorsk í rækjutroll og hann er einnig mjög algengur í fiskitroll að vori eða í öðru sæti. Skrápflúra, ýsa og þorskur fást alltaf í vorralli í firðinum. Síld, skrápflúra og ýsa eru með algengustu tegundum í rækjutroll bæði vor og haust en skrápflúra er algengust í fiskitroll bæði vor og haust. Aðrar kolategundir eru mjög algengar í vorralli en í haustralli eru mjónar með algengustu tegundum sem fást í Arnarfirði.

Tíðni tegunda sem koma fyrir í rannsóknaleiðöngrum í Arnarfirði


Athuganir á beitusmokk

Beitusmokkur gengur óreglulega hingað til lands, eða að meðaltali annað hvert ár. Beitusmokkurinn hrygnir djúpt vestur af Skotlandi og allt suður undir Azoreyjar í desember til febrúar. Sviflæg eggin berast með straumi í norðurátt, en talið er að norðlæg útbreiðsla hrygningar hafi meiri áhrif á hvort smokkur gengur alla leið norður til Íslands.

Algeng kápulengd beitusmokks er um 15-20 cm, þegar hann birtist á Íslandsmiðum seinni hluta sumars. Oftast hverfur smokkurinn suður á bóginn í seinasta lagi í desember. Talið er að hann nái kynþroska þegar á öðru ári.

Um 20. ágúst 1979 varð vart við smokkfiskgöngu í Faxaflóa. Þann 30. ágúst varð vart við hann í Arnarfirði og nokkrum dögum síðar í Dýrafirði og í Jökulfjörðum. Aðalgangan kom hins vegar ekki í Ísafjarðardjúp fyrr en um mánaðamótin september-október. Smokkurinn virðist að mestu hafa horfið af þessum slóðum í nóvember, en lítillega varð vart við beitusmokk allt austur í Öxarfjörð eftir áramótin, sem er óvenjulegt.

Þekkt útbreiðslu og veiðisvæði beitusmokks við Ísland haustið 1979 og veturinn 1980.

Smokkurinn vex mjög hratt, en aðalfæða hans eru fiskseiði (42%) og smokkur (28%).  Haustið 1979 lengdist smokkurinn að meðaltali um 4-5 cm og þyngdist um ca. 150 g á einungis tveimur mánuðum (september – október).  Um 375 tonn voru veidd af smokkfiski haustið 1979, aðallega á Vestfjörðum.

Heimild: Einar Jónsson 1980. Líffræðiathuganir á beitusmokk haustið 1979. Áfangaskýrsla. Biological studies on squid, Todarodes sagittatus (Lamarck) in Icelandic waters during the autumn 1979 with notes on its distribution and migration. Progress report. Hafrannsóknastofnunin Fjölrit nr. 7, 22 s.

http://www.hafro.is/Bokasafn/Timarit/fjolr-007.PDF


Fuglar

Efni í vinnslu

Spendýr

Selir og hvalir sjást iðulega í Arnarfirði sennilega sem fardýr en útbreiðsla þeirra og upplýsingar um búsvæði liggja ekki fyrir. Þó er vitað að engin selalátur finnast í firðinum.
 

Útlit síðu:

imgban