Firðir og grunnsævi
Fossfjörður

Fossfjörður

Upplýsingar

Hnit
65°37,6'N 23°32,2'W

Flatarmál
  8,6 km2

Meðal dýpi
 >50 m

Max depth
  92 m

Fossfjörður er vestastur suðurfjarða Arnarfjarðar. Í fjarðarmynni er hann um 2 km á breidd frá flugvelli að Boða. Lengd fjarðarins er 4,5 km og er hann nokkuð jafnbreiður ef undan er skilinn innsti hlutinn. Flatarmál Fossfjarðar er 8,6 km2. Fjörðurinn er djúpur. Mesta dýpi er í fjarðarmynni rúmlega 90 m en alldjúpur áll gengur inn eftir firðinum sem grynnist smám saman. Dýpi inn fyrir miðjan fjörð er meira en 60 m og skammt frá botni er enn 40 m dýpi. Með landi sitthvorum megin er fremur mjó ræma þar sem dýpi er minna en 20 metrar með bröttum kanti og því dýpkar mjög hratt niður í miðsvæði fjarðarins.

 

Útlit síðu:

imgban