Firðir og grunnsævi
Botn

Botn

Efni í vinnslu

Botnkort

Í Tilkynningu Fjarðarlax (bls. 7) um aukið laxeldi í Fossfirði (sjá heimild) er birt nákvæmt dýptarkort af Fossfirði með 10 m jafndýpislínum sem gert er af Landhelgisgæslunni/Sjómælingum Íslands.  Þar kemur fram að djúpur áll (60 til 80 m) gengur inn eftir Fossfirði og er dýpi í honum meira en 60 m alveg inn undir Dufnisdal. Meira en 40 metra dýpi er þaðan og inn undir fjarðarbotn um miðfjörðinn þar sem grynnkar hratt upp á 10 m dýpi. Með landi er mjó ræma beggja vegna fjarðar niður á 20 m dýpi en úr því dýpkar mjög hratt ofan í fjörðinn.

1. mynd. Dýpi í Fossfirði. Mynd frá Fjarðarlax ehf í "Tilkynning til Skipulagsstofnunar bls. 7 (sjá heimildir).

Heimild

Jón Örn Pálsson, 2013. Greinargerð. Umhverfisáhrif af 4.500 tonna framleiðsluaukningu á laxi í Fossfirði. Tilkynning til Skipulagsstofnunar, 25 bls.

Botngerð

Efni í vinnslu
 

Útlit síðu:

imgban