Firðir og grunnsævi
Arnarfjörður

Arnarfjörður

Upplýsingar

Hnit
65°38´N 23°37'W

Flatarmál
285 km2

Meðal dýpi
70-100 m

Mesta dýpi
110 m

Arnarfjörður er einn af syðri fjörðunum vestan til á Vestfjörðum, norðan við Patreksfjörð og Tálknafjörð og opnast til norðvesturs. Hann er mikill fjörður um 9 km á breidd í fjarðarkjaftinum milli Kópanes og Sléttanes en mjókkar er innar dregur og er um 7 km á breidd rétt utan við Bíldudal. Aðalfjörðurinn klofnar við Langanes og heldur hluti hans áfram til austurs endar í Borgarfirði og Dynjandisvogi. Sunnan við Langanes heita Suðurfirðir. Þar liggur fjörðurinn til suðurs og endar í svokölluðum Suðurfjörðum. Þeir eru fjórir, Fossfjörður, Reykjafjörður, Trostansfjörður sem allir eru stuttir og Geirþjófsfjörður sem er nyrstur og lengstur en örmjór. Auk þess er Bíldudalsvogur yst vestan megin en við hann stendur Bíldudalur. Frá fjarðarmynni inn að Langanesi eru um 25 km en þaðan inn í Borgarfjörð um 16 km. Frá Langanesi inn í botn á Geirþjófsfirði eru einnig um 16 km. Alls er því Arnarfjörður um 40 km langur frá fjarðarmynni í botn. Heildarflatarmál fjarðarins með innfjörðum eru um 285 km2

 


Hvessta í Arnarfirði Hvessta í Arnarfirði. Ljósmynd Sigurborg Jóhannsdóttir.Arnarfjordur_Raekjuleidangur_igj

Í Arnarfirði er svokallaður þröskuldur eða grunn í fjarðarmynninu sem er grynnra en fjörðurinn þar fyrir innan. Dýpi í fjarðarmynninu er um 50 m en skammt þar inn af er dýpi um 100 m. Fjörðurinn er nokkuð jafndjúpur um 90-100 m á dýpt en þó liggja fjórir hryggir 20 til 40 m háir þvert á fjörðinn (sjá nánar kafla um botnlögun og botnkort). Mesta dýpi er um 110 m og meira en 100 m dýpi mælist innan við alla hryggina. Hér fyrir neðan er hægt að smella á hlekkinn til að sjá dýptarkort af Arnarfirði. 

Arnarfjordur_dyptarkort-20m_GH


                                                                                              Frá Arnarfirði. Mynd Ingibjörg G. Jónsdóttir

                                                            
Fossfjörður

Fossfjörður er vestastur suðurfjarða Arnarfjarðar. Í fjarðarmynni er hann um 2 km á breidd frá flugvelli að Boða. Lengd fjarðarins er 4,5 km og er hann nokkuð jafnbreiður ef undan er skilinn innsti hlutinn. Flatarmál Fossfjarðar er 8,6 km2. Fjörðurinn er djúpur. Mesta dýpi er í fjarðarmynni rúmlega 90 m en alldjúpur áll gengur inn eftir firðinum sem grynnist smám saman.
Lesa meira

Reykjafjörður

Reykjafjörður er lítil fjörður og grunnur og er minnstur Suðurfjarðanna í Arnarfirði. Hann er um 1,2 km á breidd í mynninu milli Boða og Sunnness og rúmir 2 km á lengd frá mynni í botn og þrengist eftir því sem innar dregur. Flatarmál Reykjafjarðar er um 1,9 km2.
Lesa meira

Trostansfjörður

Trostansfjörður er austan við Reykjafjörð, svipaður og stærð og Fossfjörður. Hann er um 2,9 km á breidd í fjarðarmynni milli Sunnness og Ófæruness og er næstum jafnbreiður frá mynni fjarðarins inn í botn. Trostansfjörður er um 3,8 km á lengd frá mynni í fjarðarbotn. Flatarmál hans er um 7,8 km2. Dýpi í fjarðarmynni er milli 50 og 70 m en í innri hluta fjarðarins er dýpi minna en 20 m.
Lesa meira

Geirþjófsfjörður

Geirþjófsfjörður er langur og mjór fjörður sem liggur til austurs úr Suðurfjörðum. Hann er um 2,3 km breiður í mynni fjarðarins við Ófærunes og 7,5 km á lengd og fer mjókkandi frá fjarðarmynni inn í botn. Fjörðurinn er um 9,1 km2 að flatarmáli. Djúpur áll, 50-70 m á dýpt, gengur inn eftir öllum firðinum og grynnkar fyrst þegar komið er inn undir botn og til landsins.

Lesa meira

Borgarfjörður

Sá hluti Arnarfjarðar sem er framhald hans til austurs er stundum nefndur Borgarfjörður en er í raun austasti hlut Arnarfjarðar. Þessi innsti hluti hans að norðanverðu klofnar í tvennt, annars vegar í lítinn fjörð, Borgarfjörð, til norðausturs og hins vegar í Dynjandisvog til  suðausturs.
Lesa meira 

Útlit síðu:

imgban