Almennt efni
Búsvæði

Fjörur

Strandsvæðið umhverfis Ísland byggist á ýmsum gerðum af fjörum. Algengt er að fleiri en ein gerð af fjörum sé til staðar í hverjum firði. Þættir sem hafa mest áhrif á fjörugerð eru undirlag (gróft, fínt, klöpp, hraun) og sjórlag, það er hvort sjórinn er lygn eða brimasamur. Við árósa bera fallvötn set með sér til sjávar frá landi en slíkt getur haft áhrif á gerð fjörunnar.

Brim og undirlag hefur líklega langmest áhrif á hvers konar lífríki er að finna í fjörunni. Þar sem brim er mikið eru flestar lífverur fastar við botninn en hreyfanlegar lífverur geta þó þrifist þar í skjóli undir þanginu. Eftir því sem brimið minnkar eykst fjöldi hreyfanlegra lífvera í fjörunni. Helstu gerðir af fjörum eru fimm og kallast klettafjörur/stórgrýttar fjörur, hnullungafjörur, malarfjörur, sandfjörur og leirur.   Lífríki í þessum fjörum er afar breytilegt og ráða undirlag og brim oft hvernig lífverur þrífast í áður nefnum fjörum.

Fjörurannsóknir hafa verið gerðar víðsvegar um landið og hefur Hafrannsóknastofnun og  Líffræðistofnun Háskóla Íslands auk náttúrustofanna víðsvegar um landið unnið það verk að mestu. Ýmsar fjöru hafa verið rannsakaðar vel en aðrar minna eða ekkert. Oft er ráðist í slíkar rannsóknir í tengslum við umhverfismat vegna framkvæmda sem taldar eru geta haft áhrif á lífríki fjörunnar og sjávarins.


 

Útlit síðu:

imgban