Almennt efni
Búsvæði

Búsvæði

Sjávarbotn


Sjávarbotninn er afar mikilvægt búsvæði fyrir margar tegundir sjávardýra.  Á grunnsævi ræður setgerð miklu um hvaða botndýrasamfélög er að finna á sjávarbotsinnum. Oft er sjávarbotninum skipt upp í mjúkan botn og harðan. Oft er um sambland af mjúkum og hörðum botni að ræða.  Til dæmis finnst grjót stundum á leir eða sandbotni.  Við sýnatökur á botninum getur því tegundasamsetning botndýranna bæði verið dæmigerð fyrir harðan botn og einnig dæmigerð fyrir mjúkan botn.


Mjúkur botn

NYT7-2011-IMG_5362_krossfiskur_sandur_fd Ljósmynd: Björn Gunnarsson 2011

Mjúkur botn samanstendur af leir, sandi eða samblandi af þessu tvennu. Hann er yfirleitt gróðursnauður og einkennist lífríki hans af ífánu. Sléttur og mjúkur botn bera vott um frekar lygnan sjó og ekki mikið öldurót. Margar lífverur sem lifa á slíkum botni geta grafið sig niður og kallast þá ífána. Margar þeirra eru auk þess setætur og éta lífrænar leifar úr botninum. Flatfiskar eru algengir á mjúkum botni og krabbar og humar grafa þar holur. Algengt er að slíkur botn sé í miðjum fjörðum.


Harður botn


Saebjugu2012_tog13_framegrab_nahendur Náhendur í Faxaflóa á hörðum botni. Ljósm.Hafró 2012

Harðan botn er helst að finna neðan fjöru og þar sem mikið öldurót er. Lífríki á hörðum botni er gjarnan litríkara fyrir augað en lífríki á mjúkum botni. Hart undirlag veitir ýmsum lífverum gott undirlag þannig að að þau geta fest sig.  Þari er dæmi um lífveru sem þarf fast undirlag og eru þaraskógar oft þar sem slíkur botn er. Þaraskógar skapa síðan gott búsvæði fyrir margar aðrar lífverur. Svampar, sæfíflar og möttuldýr eru dæmi um algeng dýr sem finnast á hörðum botni. 

Harður botn er oft flokkaður í malarbotn, grjótbotn, klöpp og hraun.  Lífríki á þessum botngerðum getur verið ólíkt.


Sjá nánar á:

http://www.hafro.is/undir.php?ID=16&REF=2

 

Útlit síðu:

imgban