Almennt efni

Búsvæði

Fjörur

Strandsvæðið umhverfis Ísland byggist á ýmsum gerðum af fjörum. Algengt er að fleiri en ein gerð af fjörum sé til staðar í hverjum firði. Þættir sem hafa mest áhrif á fjörugerð eru undirlag (gróft, fínt, klöpp, hraun) og sjórlag, það er hvort sjórinn er lygn eða brimasamur. Við árósa bera fallvötn set með sér til sjávar frá landi en slíkt getur haft áhrif á gerð fjörunnar.

Lesa meira

Búsvæði

Hægt er að skilgeina þrjú megin búsvæði sjávarlífvera í fjörðum; fjörur, sjávarbotn og uppsjó.
Fjörur eru allt í kringum landið og mynda strandlengjuna. Fjörur geta verið afar mismunandi , allt frá þverhníptum klettum til dúnmjúkrar leðju. Lífríkið er mismunandi eftir fjörugerðum og eins er lífríki sjávarbotnsins mismunandi eftir því hvernig botnlag og setgerð er þar að finna. Í uppsjónum má finna allt frá smæstu til hinna stærstu sjávarlífvera.

Lesa meira

 

Útlit síðu:

imgban