Almennt efni
Almennt efni

Almennt efni


Undir þessum hluta vefsins verður fjallað almennt um ýmis atriði í sjónum og botninum. Þar verða útskýrð mismunandi hugtök sem eiga við allstaðar í sjó og sagt frá mismunandi botngerðum og  búsvæðum í sjó, mismundandi eðlis- og efnafræðilegum þáttum sjávar, margbreytilegu umhverfi hans sem skiptir lífríki hans í þau samfélög sem lifa við botn, nærri yfirborði eða þar á milli. Einnig verður rætt um ýmsar leiðir til að nytja lífríki í sjó.

Sjórinn er ákaflega margbreytilegur og lífríki hans er að mörgu leyti síbreytilegt, sérstaklega hvað varðar svif samfélagið. Útbreiðsla tegunda breytist stöðugt þó oftast gangi slíkar breytingar hægt fyrir sig. Á síðustu eitt hundrað árum hafa breytingar í hafinu við Íslands verið umtalsverðar. Það hafa skipst á hlýskeið og kaldari tímabil sem hafa gjörbreytt umhverfi lífríkis við Ísland. Nægir þar að nefna áhrif hafís á árunum frá 1965 til 1970 sem ollu miklum breytingum á lífríki sjávar fyrir norðan og austan land.


 

Útlit síðu:

imgban