Intro

Um vefinn

Þessi vefur fjallar um firði og grunnsævi á Íslandi. Honum er ætlað að kynna og koma á framfæri upplýsingum og niðurstöðum rannsókna um nátturfar fjarða og grunnsævis Íslands.  Misjafnlega mikið er til af efni um íslenska firði en gert er ráð fyrir að smám saman verði fyllt í þær eyður sem nú eru til staðar. Það er von okkar að þessi vefur geti orðið sem flestum til upplýsingar og fróðleiks.

Skoða firði eftir landshlutumVesturland

Vesturland

Vesturland er skilgreint á þessum vef frá Reykjanesi að Látrabjargi. Því er skipt í tvö svæði, Faxaflóa og Breiðafjörð. Til þæginda eru Ósabotnar við Hafnir á utanverður Reykjanesi einnig látnir fylgja þessu svæði þó að þeir séu strangt til tekið utan Faxaflóa.

 

Sjá alla firði á Vesturlandi


Norðurland

Norðurland

Norðurland er skilgreint á þessum vef frá Hrútafirði í Húnaflóa að Þistilfirði vestan við Langanes og er það eitt svæði. Sérkenni þessa svæðis eru fremur stórir firðir og flóar. Inn úr Húnaflóa ganga þrír smærri firðir til suðurs, úr mynni Eyjafjarðar ganga tveir firðir til vesturs og inn úr Þistilfirði gengur einn fjörður til suðurs. Aðrir firðir á Norðurlandi hafa ekki innfirði. 

 

Sjá alla firði á Norðurlandi


Vestfirðir

Vestfirðir

Vestfirðir eru venjulega skilgreindir sem sá hluti Íslands sem afmarkast af Gilsfirði í vestri og Bitrufirði í austri norðan Hrútafjarðar. Á þessum vef hefur hins vegar verið ákveðið til hægðarauka að telja Vestfirði frá Patreksfirði í vestri að Bitrufirði á Ströndum en firðir sem ganga inn úr norðurhluta Breiðafjarðar eru látnir fylgja Breiðafirði.

 

Sjá alla firði á Vestfjörðum


Austurland

Austurland

Austurland er skilgreint á þessum vef frá Langanesi í norðri að í Hornafirði í suðri. Vegna fjölda fjarða á svæðinu er því skipt í tvennt þ.e. firðir norðan Gerpis og firðir sunnan Gerpis. Firðirnir eru fremur opnir fyrir hafáttum og þröskuldar (grunn) í mynni þeirra eru nær óþekktir.

 

Sjá alla firði á Austurlandi


Forsíðugreinar

Botngerð

Arnarfjörður

Ísland hvílir á mótum tveggja neðansjávarhryggja. Annar þeirra er Mið-Atlantshafshryggurinn sem liggur eins og ormur eftir endilöngu Atlantshafi. Hann kemur að landgrunninu fyrir suðvestan Reykjanes og kallast þar Reykjaneshryggur.

Lesa nánar

Sjór

image6

Við Ísland eru skil milli hlýrra og kaldra strauma Norður Atlantshafsins og hins jökulkalda sjávar sem berst norðan úr Íshafi. Lífsskilyrði Íslendinga tengjast mjög þessum aðstæðum í sjónum. Breytingar á jafnvægi milli andstæðra strauma valda því að sjávarhiti við landið er mjög breytilegur, bæði ár frá ári og eftir landshlutum.

Lesa nánar

Nytjar

image6

Nýting fjöruþörunga hefur verið nokkur bæði sem fjörubeit fyrir sauðfé, sem áburður í garða og tún en einnig til manneldis og má þar helst nefna sölvatínslu. Sölvafjörur voru áður fyrr taldar til hlunninda á jörðum. Fjörudýr, einkum skeljar, hafa verið nýtt af og til bæði til manneldis og til beitu við fiskveiðar. Kræklingur er algengasta skelin sem fólk tínir sér til matar. 

Lesa nánar

Suðurland

Suðurland

image3

Suðurland er skilgreint á þessum vef frá Hornafirði að Reykjanesi. Á þessu svæði eru engir firðir. Á hinn bóginn eru þar grunn og bugtir sem ástæða er til að hafa með í þessum vef. Á þessu svæði eru gjöful fiskimið sem ná víða upp undir fjöru.

Lesa meira
 

Sjá alla firði á Suðurlandi

 

Útlit síðu: